Vaxtarfjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) í alþjóðlegri sókn

Nefco býður upp á ýmsa fjármögnunarmöguleika fyrir vaxtarfyrirtæki sem sækjast eftir vexti á alþjóðlegum markaði.

Fjármögnun fyrir græn norræn fyrirtæki

Nefco er alþjóðleg fjármálastofnun í norrænni ríkiseigu sem hefur fjármagnað græn fyrirtæki og umhverfisverkefni síðan 1990. Við bjóðum úrval fjármögnunarmöguleika til lítilla og meðalstórra vaxtarfyrirtækja sem stefna á vöxt á alþjóðlegum mörkuðum.

Hjálpar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum að vaxa

Fjármögnun frá Nefco aðstoðar við að laða að fjármögnun frá viðskiptabönkum og öðrum einkafjárfestum til að brúa fjármagnsbilið til uppskölunar fyrirtækja. Nefco er reiðubúið að taka fjárhagslega áhættu ef það eru græn áhrif af fjárfestingunni.

Fjármögnunarleiðir okkar

Við bjóðum lán á markaðsskjörum, fjármögnun með hlutafé og fjárhagslegan stuðning fyrir hagkvæmnisathuganir vegna alþjóðavæðingar. Ef fyrirtækið þitt hefur græna lausn og þið ráðgerið að útvíkka starfsemina og vaxa á alþjóðlegum mörkuðum, kynnið ykkur frekar þær fjármögnunarleiðir sem í boði eru fyrir ykkar fyrirtæki.

Fjárfestingar á heimsmörkuðum

Nefco veitir lán á markaðskjörum og fjármögnun hlutafjár fyrir lítil og meðalstór norræn fyrirtæki með verkefni sem útvíkka grænar lausnir á alþjóðlegum mörkuðum.

Lán og fjármögnun hlutafjár

Fast-track fjármögnun styður vöxt

Fast-track lánin má nýta til að fjármagna bæði fjárfestingar og rekstrarfé tengt alþjóðavæðingu fyrirtækisins. Umsóknarferlið er staðlað og hraðvirkt.

Fast-track lán

Nopef fjármögnun

Fjárhagsstuðningur veittur af Nopef getur fjármagnað kostnað fyrir hagkvæmnisathuganir rannsóknir og annan viðskiptaundirbúning. Lítil og meðalstór norræn fyrirtæki geta sótt um Nopef fjármögnun fyrir sín alþjóðavæðingarverkefni á mörkuðum utan ESB/EFTA.

Nánar um Nopef

Viðskiptavinir okkar

Við styðjum vöxt íslensku fyrirtækjanna á heimsmörkuðum til að hraða grænu umskiptunum. Meðal viðskipatvina okkar eru Carbon Recycling International, Klappir, Mannvit, Thor Ice Chilling solutions og mörg önnur lítil og meðalstór norræn fyrirtæki í vexti.

Lesa dæmisögur

Nefco á Íslandi

Við höfum séð gríðarlega miklar og jákvæðar breytingar á græna fjárfestingaumhverfinu á Íslandi á síðastliðnum árum, segir Þórhallur Þorsteinsson, yfirmaður fjárfestinga Nefco í litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlöndum.

Lesa meira

Dæmi: Klappir

Hugbúnaður Klappa á sviði sjálfbærnistjórnunar, gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með umhverfis- og öðrum sjálfbærnistengdum aðgerðum sínum. Fjármögnun frá Nefco styður við alþjóðlega útrás íslenska fyrirtækisins.

Lesa meira

Hafa samband

Thor Thorsteinsson Vice President, Green Transition Nordic SMEs
Icelandic, Swedish, English

Hafðu samband við okkur

Hefur þú áhuga á að hitta einn af fjárfestingarráðgjöfunum okkar? Vinsamlega fylltu út formið og við verðum í sambandi fljótlega.

    Með því að staðfesta áskrift að fréttabréfi staðfesti ég einnig að ég er samþykk(ur) skilmálum sem settir eru fram í persónuverndarstefnu Nefco (www.nefco.int/privacy-policy).
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Subscribe to our newsletter

Our digital newsletter is being published 4-6 times a year. To stay updated on our projects and activities, sign up here.